21. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 14. febrúar 2024 kl. 09:31


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:31
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:31
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:48
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:31
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:31
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:31
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:31
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:31
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:31

Bjarni Jónsson var fjarverandi. Þá tóku Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnarsdóttir þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Jón Gunnarsson vék af fundi 10:46.

Nefndarritarar:
Eggert Ólafsson
Stígur Stefánsson

2033. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:31
Fundargerðir 19. og 20. fundar samþykktar.

2) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Kl. 09:34
Gestir fundarins voru Anna Jóhannsdóttir og Bjarki Þórsson frá utanríkisráðuneyti. Þau kynntu nýjar þvingunaraðgerðir og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/606 frá 15. mars 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/760 að því er varðar kröfur um fjárfestingarstefnu og rekstrarskilyrði evrópskra langtímafjárfestingarsjóða og gildissvið hæfra fjárfestingareigna, kr Kl. 09:48
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2033 frá 27. nóvember 2019 um varfærniskröfur fyrir verðbréfafyrirtæki og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010, (ESB) nr. 575/2013, (ESB) nr. 600/2014 og (ESB) nr. 806/2014. Kl. 09:48
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2034 frá 27. nóvember 2019 um varfærniseftirlit með verðbréfafyrirtækjum og breytingu á tilskipunum 2002/87/EB, 2009/65/EB, 2011/61/ESB, 2013/36/ESB, 2014/59/ESB og 2014/65/ESB. Kl. 09:48
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/558 um breytingar á reglugerð (ESB) 575/2013 að því er varðar aðlögun á rammanum um verðbréfun til að styðja við efnahagslegar endurbætur til að bregðast við COVID-19 hættuástandinu. Kl. 09:48
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB - Forgangsmál 2022-2024 Kl. 09:52
Gestir fundarins voru Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti og Hugi Ólafsson og Eva B Sólan Hannesdóttir frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Gestirnir kynntu endurskoðun Evrópusambandsins á tilskipun um fráveitur og hreinsun skólps frá þéttbýli og hagsmunagæslu Íslands tengda henni. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 10:49
Nefndin ákvað, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneyti um sendiráð.

Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:57